Bílvelta á Krýsuvíkurvegi

Bílveltan varð um ellefuleytið í morgun.
Bílveltan varð um ellefuleytið í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bílvelta varð á Krýsuvíkurvegi upp úr klukkan ellefu í morgun við námurnar sem þar eru. Þrír voru í bílnum en allir sluppu þeir við meiðsli.

Enginn var því fluttur á slysadeild, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynning barst slökkviliðinu klukkan 11.16. Mikil hálka er á veginum og er talið líklegt að hún hafi valdið slysinu.

mbl.is