Hvetur fólk til þess að skrá bólusetningu formlega

Frá bólusetningu á Englandi.
Frá bólusetningu á Englandi. AFP

Embætti landlæknis hvetur fólk sem hefur verið bólusett gegn Covid-19 erlendis en er búsett hér á landi til að láta skrá bólusetningarnar formlega hérlendis.

„Einstaklingar geta snúið sér til heilsugæslunnar til að láta skrá þessar erlendu bólusetningar. Athugið að bóluefni þurfa að vera viðurkennd af Lyfjastofnun. Í dag eru Covid-19-bóluefni frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen viðurkennd hérlendis,“ segir í tilkynningu á vef Embættis landlæknis.

Til að skrá bólusetningu þarf að framvísa skilríkjum og vottorði um bólusetninguna til heilsugæslunnar en það er hægt að gera í gegnum netspjall Heilsuveru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert