Tilkynnt um mögulegan eld í Hallgrímskirkjuturni

Sem betur fer var ekki kviknað í turninum.
Sem betur fer var ekki kviknað í turninum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um áttaleytið í gærkvöldi um mögulegan eld í turninum í Hallgrímskirkju. Slökkviliðið vildi hafa vaðið fyrir neðan sig þar sem þarna er um að ræða eitt af „djásnum“ Íslendinga og fór á staðinn.

Í ljós kom að iðnaðarmenn voru að störfum og hafði vinna þeirra orðið til þess að við fengum tilkynningu en enginn eldur var til staðar,“ segir í færslu slökkviliðsins á Facebook. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert