Telja skipverjann hafa verið í mannlausa bátnum

Af leitinni við Engey þar sem mannlaus bátur fannst.
Af leitinni við Engey þar sem mannlaus bátur fannst. mbl.is/Eggert

Lögregla telur að maðurinn sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í dag hafi áður verið um borð í mannlausa bátnum sem fannst í fjörunni Engey í morgun. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni sem barst á sjöunda tímanum. 

Lögregla hefur ekki upplýsingar um tildrög þess að maðurinn féll útbyrðis en rannsakar það núna. 

Talið er að hann hafi verið einn á ferð en lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is