Andlát af völdum Covid-19

mbl.is

Kona á níræðisaldri lést á legudeild Landspítala í gær af völdum Covid-19. Þetta kemur fram á vefsíðu spítalans. 

Alls hafa 46 einstaklingar sem smitaðir voru af kórónuveirunni látist hérlendis frá upphafi faraldursins.

33 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír þeirra eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél.  

Meðalaldur innlagðra er 61 ár.

9.206 sjúklingar eru í eftirliti Covid-göngudeildar spítalans, þar af 3.259 börn.  

Covid sýktir starfsmenn Landspítala eru 219 talsins. 

Í pistli farsóttanefndar á vef Landspítala sem birtist í gær kom fram að ljóst væri að nýtilkomnar breytingar á reglum um sóttkví verði mik­il áskor­un fyrir spítalann: „spít­al­an­um er vandi á hönd­um að verja inniliggj­andi sjúk­linga fyr­ir smiti.“

Breytt­ar regl­ur um sótt­kví tóku gildi í gær en nú þurfa þeir sem út­sett­ir eru fyr­ir smit­um utan heim­il­is ein­göngu að fara í smit­gát og börn og ung­ling­ar eru al­gjör­lega und­anþegin regl­um um smit­gát.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert