Geta átt dagsektir yfir höfði sér

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Átta ríkisstofnanir sem áttu að hafa hlotið jafnlaunavottun fyrir árslok 2019 hafa enn ekki lokið innleiðingu vottunar og sömu sögu er að segja af 15 sveitarfélögum sem áttu að vera komin með vottun í lok árs 2019. Þá eiga fjögur fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri sem áttu að ljúka innleiðingunni fyrir lok ársins 2019 enn eftir að fá vottun og níu fyrirtæki með 150 til 249 starfsmenn sem áttu að vera komin með vottun fyrir árslok 2020 eru ekki komin með vottun.

Þetta kemur fram á nýju yfirliti Jafnréttisstofu um stöðu jafnlaunavottunar um seinustu áramót. Stofnunin ætlar nú að bregðast við gagnvart þeim sem hafa ekki lokið innleiðingunni fyrir tilsettan tíma áranna 2019 og 2020 en Jafnréttisstofa hefur heimild til að beita dagsektum.

Hafa fengið ríflegan frest

„Því miður vantar enn upp á að aðilar sem áttu að hafa hlotið jafnlaunavottun í árslok 2019 og 2020 hafi klárað ferlið. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu undanfarin tvö ár hafa þessir aðilar fengið ríflegan frest. Nú er það mat Jafnréttisstofu að sá frestur sé liðinn og er stofnunin því að undirbúa tilkynningar um ákvörðun um álagningu dagsekta,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »