Framleiðsla hafin að nýju á Nesjavöllum

Umfang tjónsins er ekki ljóst á þessari stundu.
Umfang tjónsins er ekki ljóst á þessari stundu. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrjár af fjórum aflsvélum Nesjavallavirkjunnar eru komnar í gang og farnar að framleiða rafmagn.

Líkt og greint var frá snemma í morgun varð sprenging í einni vélanna og duttu þær allar út á tímabili. Vinna við að koma vélunum aftur í gang hefur gengið vel og hafa aðgerðarhópar á vegum ON og Landsnets haft fulla stjórn á aðstæðum að sögn ON.

Umfang tjónsins er ekki ljóst á þessari stundu en gera má ráð fyrir að virkjunin verði með fulla afkastagetu eftir 10 daga þegar viðgerð á vélinni sem er úti er lokið, segir ennfremur. 

mbl.is