Segir stöðuna í orkumálum vera slæma

Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra umhverfis- orku-, og loftslagsmála.
Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra umhverfis- orku-, og loftslagsmála. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir stöðuna í orkumálum líta illa út en Morgunblaðið greindi í gær frá greiningu Landsnets á afl- og orkuþörf sem gefur til kynna viðvarandi orkuskort á næstu árum. „Um leið og ég frétti af þessu þá kallaði ég fulltrúa Orkustofnunar og Landsvirkjunar á minn fund og setti af stað vinnu til að bregðast við vandanum, það er að segja skammtímavandanum.“

Hann segir að staðan sé tilkomin vegna þess að rammaáætlanir hafi ekki verið kláraðar. „Það er grunnurinn að þessu og þess vegna mun ég setja það í forgang að setja það inn í þingið. Það er búið að setja gríðarlega fjármuni inn í rammann til þess að hafa sem allra bestar upplýsingar um orkukosti og forgangsraða þeim. Hugmyndin var sú að þetta yrði gert með reglubundnum hætti. Því miður hefur það ekki gengið eftir. Það þýðir ekki að sparka dollunni niður götuna, það verður að klára rammann og vinna að þessum málum.“

Framleiða eigin græna orku

Guðlaugur segir að áður en vitneskja barst um mögulegan orkuskort hafi hann skipað starfshóp um stöðuna í orkumálum. „Markmiðið er að gera grein fyrir orkuþörfinni og stöðunni í flutningskerfinu. Sömuleiðis lagði ég áherslu á að Orkustofnun yrði styrkt, meðal annars til að gera orkuspá þannig að við höfum eins góðar upplýsingar og mögulegt er til þess að taka ákvarðanir,“ segir hann og nefnir að einnig hafi hann sett af stað starfshóp um bætt raforkuöryggi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »