Fjögur eldri hús fari á Frakkastíg

Flutningshúsin fjögur á að reisa við hlið fjölbýlishússins Skúlagötu 20, …
Flutningshúsin fjögur á að reisa við hlið fjölbýlishússins Skúlagötu 20, sem er sýnt til vinstri á myndinni. Tölvumynd/Zeppelin

Reykjavíkurborg hefur borist fyrirspurn frá Zeppelin arkitektum um mögulega endurskipulagningu lóðarinnar nr. 1 við Frakkastíg. Markmiðið er að flytja þangað hús sem til skamms tíma stóð á baklóð Laugavegar 37 og endurbyggja þar gamla húsið við Laugaveg 74, ásamt því að undirbúa lóðina fyrir tvö önnur flutningshús, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur í bréfi sem Orri Árnason arkitekt ritar fyrir hönd Leiguíbúða ehf. að Reykjavíkurborg hafi látið vinna tillögu að allt að sjö hæða byggingu á umræddri lóð á horni Frakkastíogs og Skúlagötu. Tillagan hafi mætt mikilli mótspyrnu nágranna og meðal annars frá Minjastofnun Íslands.

„Að beiðni Leiguíbúða ehf. hefur undirritaður unnið tillögu þar sem fjórum gömlum húsum er skipað niður á lóðina, hús sem einhverra hluta vegna hefur þurft og þarf að flytja af þeim lóðum sem þau standa á. Undirritaður telur að vel færi á þessari breytingu, þar sem Frakkastígur allur, upp að Hallgrímskirkju, er varðaður gömlum húsum,“ segir Orri. Hann tekur einnig fram að hægt væri að koma fyrir bílakjallara undir húsunum. Vonast hann eftir jákvæðum viðbrögðum borgarinnar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.

Á næstu lóð fyrir ofan Frakkastíg 1 stendur friðað hús frá árinu 1902, upphaflega franskur spítali en síðar var þar starfsemi Tónmenntaskólans. Dregur gatan Frakkastígur nafn sitt af franska spítalanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert