Hvergi hvassara en á Reykjanesvita

Frá Reykjanesvita.
Frá Reykjanesvita. mbl.is/Rax

Hvergi er hvassara en á Reykjanesvita samkvæmt stöðuuppfærslu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings og eiganda Bliku.

Útskýrir Einar að meðalvindur á svæðinu við Reykjanesvita sé 39 metrar á sekúndu og slái í 53 metra í hviðum. „Þetta er ofboðsleg veðurhæð á láglendi,“ segir í færslu Einars. 

„Stutt var þá í jaðar skilanna eins og sjá á á veðurratsjánni og óveðrið þarna nærri hámarki,“ segir hann ennfremur um stöðuna um klukkan fimm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert