Funda á morgun um framhald aðgerða

Fundað verður um frekari aðgerðir við Þingvallavatn á morgun.
Fundað verður um frekari aðgerðir við Þingvallavatn á morgun. mbl.is/Óttar

Lögreglan á Suðurlandi mun á morgun funda um framhald aðgerða við að koma flugvélinni, sem fórst í Þingvallavatn, upp úr vatninu. Hins vegar er ljóst að það plan sem sett verður fram mun ekki fara af stað fyrr en hlýnar og ekki er talið líklegt að veðurfar trufli aðgerðir.

Í vikulegum pósti lögreglunnar á Suðurlandi er þeim aðilum þakkað fyrir sem hafa aðstoðað við aðgerðirnar. Þá er lýst hvernig stjórnun aðgerða fór fram, en jafnframt að sigla hafi þurft bátum um Ölfusvatnsvík reglulega til að varna því að lagnaðarís myndaðist á víkinni.

Næstu skref verða sem fyrr segir ákveðin á fundi á morgun, en ljóst er að það plan sem verður sett fram „verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án utanaðkomandi veðurfarslegra truflana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert