Vinna við tvöföldun stöðvuð vegna kæru

Tölvuteikning af áformaðri tvöföldun sýnir nýja akbraut norðanmegin við núverandi …
Tölvuteikning af áformaðri tvöföldun sýnir nýja akbraut norðanmegin við núverandi Suðurlandsveg, til vinstri á myndinni.

Vegagerðin hefur stöðvað framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar frá núverandi tvöföldun á Fossvöllum og vestur fyrir Lögbergsbrekku. Var það gert vegna þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi Kópavogsbæjar að kröfu Waldorf-skólans í Lækjarbotnum.

Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkti að gefa út framkvæmdaleyfi 12. október á síðasta ári eftir nokkurt þóf vegna athugasemda Waldorf-skólans. Ný akrein verður lögð norðan við núverandi Suðurlandsveg en Waldorf-skólinn er sunnan við veginn. Fækka á vegum inn á hinn tvöfalda veg en fallið hefur verið frá eða frestað mislægum gatnamótum. Waldorf-skólinn taldi að erfitt yrði að leggja veg frá skólanum, meðal annars vegna þrengsla við náttúruvættið Tröllabörn. Í fyrstu gleymdist að hafa hliðarveginn í umhverfismati en síðan fékkst leyfi til að sleppa því mati.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert