JL-húsinu verði breytt í íbúðarhús

Margvísleg atvinnustarfsemi hefur verið í húsinu um áratugaskeið.
Margvísleg atvinnustarfsemi hefur verið í húsinu um áratugaskeið. mbl.is/sisi

Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur tekið jákvætt í fyrirspurn eigenda JL-hússins við Hringbraut um það hvort breyta megi því úr atvinnuhúsnæði í fjölbýlishús og setja á húsið svalir. JL húsið er langt og bogadregið hús og eitt þekktasta kennileiti Vesturbæjarins.

Fyrirspurnin var lögð fram á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa hinn 22. mars 2022. Fól hann verkefnisstjóra að afgreiða málið. Fram kemur í umsögn hans að samkvæmt gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur sé landnotkun svæðisins verslun og þjónusta. Reiturinn sé einn af fjölmörgum hverfiskjörnum í borginni, þ.e. kjarni með stærri matvöruverslunum og fjölbreyttri verslun og þjónustu sem þjónar heilu hverfi.

Íbúðir á efri hæðum

Veitingastaðir í flokki I og II eru heimilir í hverfiskjörnum, svo og gististaðir í flokki I-III. Veitingastaðir í flokki III geta verið heimilir samkvæmt ákvörðun í deiliskipulagi eða hverfisskipulagi. Íbúðir eru heimilar, einkum á efri hæðum bygginga. Samfélagsþjónusta er heimil auk þrifalegar atvinnustarfsemi.

Það er niðurstaða verkefnisstjórans að heimild sé fyrir hendi í gildandi aðalskipulagi fyrir íbúðum á efri hæðum á Hringbraut nr. 121. „Það verður að „virkja heimildina“ með því að gera breytingar á deiliskipulaginu í þá veru. Ljóst er að ýmsir skilmálar í núverandi deiliskipulagi falla ekki að íbúðaruppbyggingu í núverandi húsi,“ segir í umsögninni.

Lengri umfjöllun um málið er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka