Félagsfundur Eflingar færður í stærra húsnæði

Samsett mynd/mbl.is

Stjórn Eflingar hefur ákveðið að færa félagsfund stéttarfélagsins sem fram fer á miðvikudag í stærra húsnæði. 

Boðað var til fundarins í gær, en fram kom í tölvupósti sem sendur var til félagsfólks að fundurinn væri tækifæri fyrir félagsfólk til að kynna sér skipulagsbreytingar sem orðið hafa á skrifstofu félagsins. Öllu starfsfólki skrifstofunnar var sagt upp fyrr í mánuðinum og hafa öll störf síðan verið auglýst. 

Fundurinn átti upphaflega að fara fram í félagsheimili Eflingar að Guðrúnartúni, en hefur nú verið færður í Valsheimilið að Hlíðarenda. Tímasetning fundarins er óbreytt. 

mbl.is