Guðni kominn með Covid-19

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk jákvætt heimapróf í morgun.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk jákvætt heimapróf í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur greinst með Covid-19. Hann tók heimapróf í morgun sem reyndist jákvætt, eftir að hafa vaknað með flensueinkenni; þurran hósta, beinverki og almennt slen.

Forsetinn greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni, en dagskrá hans mun eitthvað raskast fyrir vikið.

„Maður er ennþá frekar slappur og ráðleggingar um smitgát í fimm daga eftir greiningu ráða því að dagskrá mín á næstunni mun raskast nokkuð. Það er þó ekkert til að kvarta undan og ég vonast til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið um leið og tök eru á,“ skrifar Guðni sem vonast til að enginn hafi smitast af hans völdum á viðburðum undanfarinna daga.mbl.is