Lögreglan vísar ásökunum um ofbeldi og fordóma á bug

Pierre-Vladimir Joliot og Naif Tarabay ásamt guðsyni þeirra Astor Mattson.
Pierre-Vladimir Joliot og Naif Tarabay ásamt guðsyni þeirra Astor Mattson. Ljósmynd/Aðsend

Það var rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum sem óskaði eftir því að lögreglan á Vestfjörðum skyldi handtaka tvo erlenda karlmenn vegna rannsóknar á öðru máli.

Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, við mbl.is. Hann segist ekki geta upplýst um innihald þess máls en nefnir að eftir að rætt hafi verið við mennina á síðari stigum hafi komið í ljós að þeir tengdust því ekki.

Mennirnir greindu frá því í samtali við mbl.is í gærkvöldi að þeir hygðust leggja fram kæru vegna handtökunnar „Það er 100 prósent þeirra réttur að fylgja sínu máli eftir. Lögreglan þarf oft að hafa afskipti af fólki sem lítur út fyrir að tengjast málum í upphafi en á síðari stigum sem betur fer leiðréttist það. Það gerðist í þessu tilfelli og þeim var sleppt,“ svarar hann.

mbl.is/Eggert

Jón segir lögregluna hafa þurft að komast yfir upplýsingar í umræddu máli og vill ekki meina að mistök eða klúður hafi átt sér stað. Komið hafi í ljós að mennirnir tengdust málinu ekki og þeim sleppt í framhaldinu. „Þetta er ein af þeim aðferðum sem lögreglan beitir til þess að hafa uppi á grunuðum,“ greinir hann frá.

Engir kynþáttafordómar

Spurður út í ásakanir um harkalega handtöku og að kynþáttafordómar hafi verið í spilinu, en annar mannanna er arabískur, vísar Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, því algjörlega á bug.

Inntur eftir því hvort það teljist eðlilegt að loka annan manninn inni í sjö klukkustundir á meðan hinn var yfirheyrður segir Hlynur lýsingu annars mannsins í frétt mbl.is í gær ekki vera nákvæma. „Þetta er bara hluti af rannsókninni. Við erum að aðstoða annað embætti,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert