Covid-kvíðinn að mást út

Ótti við smit hefur minnkað.
Ótti við smit hefur minnkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvíði vegna Covid-19 hefur aldrei mælst minni í þjóðarpúlsi Gallup og hefur ótti við smit sömuleiðis ekki mælst minni síðan í fyrrasumar. 58% óttast mjög eða frekar lítið að smitast en einungis rúm 13% óttast það frekar eða mjög mikið.

Helst þessi minnkandi ótti í hendur við faraldurinn sem er á niðurleið. 

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á niðurleið undanfarið. 

Þá hefur traust til ríkisstjórnarinnar til að takast á við efnahagsleg áhrif Covid-19 aldrei mælst minna en nær helmingur treystir henni þó vel til þess. 

Þó virðist fólk hafa litlar áhyggjur af efnahagslegu áhrifunum en þær hafa ekki mælst jafn litlar síðan í haust. Um 33% hafa mjög miklar eða miklar áhyggjur af þeim. 

Púlsinn var mældur á tímabilinu 28. apríl til 8. maí. 

mbl.is