Leikskólakennarar samþykktu nýjan samning

Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi leikskólakennara samþykkti nýjan kjarasamning.

Samninganefndir Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu samninginn 27. apríl síðastliðinn. Gildistími samningsins er 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.

83,5% samþykktu samninginn, 14,49% höfnuðu honum og 2,26% skiluðu auðu. Kjörsóknin var 64,4% en 1.248 manns greiddu atkvæði.

mbl.is