Ætlum að verða með þeim fyrstu

Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands.
Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands. Ljósmynd/Utanríkisráðuneyti Finnlands

Ísland mun fylgja Norðmönnum og Dönum og sýna þannig táknræna, norræna samstöðu með Svíum og Finnum, er kemur að aðildarumsókn þeirra að Atlantshafsbandalaginu en bæði ríkin hafa tilkynnt um áform þess efnis.

„Við ætlum okkur að verða með fyrstu ríkjunum til að afgreiða þetta,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra við Morgunblaðið.

Um leið og ríkin tvö leggja fram formlega umsókn sína mun Þórdís Kolbrún mæla fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi, um að Ísland samþykki umsóknina. Sú ályktun hlýtur svo hefðbundna þinglega meðferð, þ.e. fer í gegnum tvær umræður og til meðferðar hjá utanríkismálanefnd.

Þórdís Kolbrún á ekki von á öðru en að það ferli taki örfáa daga. Hún hefur rætt við formenn allra þingflokka og segir samstöðu ríkja um málið.

Ríkisstjórnin fundaði í gær um málið. Innt eftir því hvort einhugur sé meðal ráðherra, segir Þórdís Kolbrún að fullur einhugur sé um að virða sjálfsákvörðunarrétt Svía og Finna og bjóða þá velkomna í NATO. Hún bendir á að í stefnuskrá Vinstri grænna, sé afstaða flokksins skýr hvað varðar aðild Íslands að bandalaginu, en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, hafi þó lýst því yfir fyrir fimm árum að hún myndi styðja og vinna eftir þjóðaröryggisstefnu Íslands.

Aðild Svía og Finna að NATO mun koma til með að styrkja bandalagið og auka við öryggi þess, að mati Þórdísar Kolbrúnar. „Bæði hernaðarlega og líka af því að þetta eru mjög sterk ríki þar sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið er í hávegum haft.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »