Liðið ár hið ofbeldisfyllsta gagnvart trans fólki

Jódís Skúladóttir flutti ræðu á Alþingi í tilefni dagsins.
Jódís Skúladóttir flutti ræðu á Alþingi í tilefni dagsins.

„Árið 2021 voru 375 trans manneskjur myrtar í heiminum og sú tala hækkar frá fyrra ári,“ sagði Jódís Skúladóttir í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. 

Samkvæmt alþjóðlegri skýrslu sem gefin er út árlega og ber heitið „Trans murder monitoring report“, hafi árið 2021 mannskæðasta og ofbeldisfyllsta ár gagnvart trans fólki frá því að mælingar hófust. 

Aðskiljum ekki hatursglæpi

En áttum okkur líka á samhengi hlutanna. 96% af þeim myrtu voru trans konur, af því að ofbeldi er líka kynjað, 58% þeirra myrtu voru þolendur vændis, fjórir af hverjum tíu voru innflytjendur. Morðin eru framin um allan heim.“

Jódís hélt ræðuna í tilefni af alþjóðadegi gegn hómó-, tví- og transfóbíu. Hún sagði að staða hinsegin fólks á Íslandi væri að mörgu leyti góð og færi batnandi með ári hverju en benti á að staðan sé ekki jafn góð alls staðar. 

Hún kvaðst vilja nota tækifærið til að vekja athygli á stöðunni og að aldrei yrði unnt að aðskilja þau nánu tengsl sem séu milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs, rasisma, útlendingahaturs eða annars konar haturs. 

Hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa er útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því getum við aldrei gefið afslátt í neinum af þessum málaflokkum.“

mbl.is