Vonar að takist að stytta biðlista

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Heilbrigðisráðherra segist vongóður um að takast muni að vinna á biðlistum eftir svonefndum valkvæðum aðgerðum og ná samningum þar sem starfsfólk í heilbrigðisþjónustu verði nýtt sem best.

„Ég held að við getum nýtt alla aðila í kerfinu með miklu skilvirkari hætti en nú er gert og það er gott samtal í gangi milli ráðuneytis, einkaaðila, sjúkrahúsanna og Sjúkratrygginga um það hvaða leið er best að því marki,“ sagði Willum Þór Þórsson á Alþingi í gær.

Hann var að svara fyrirspurn frá Hildi Sverrisdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, um hvort hann hygðist beita sér fyrir því að biðtími eftir því að komast í skurðaðgerð á augasteinum og liðskiptaaðgerð á mjöðm eða hné verði að hámarki 90 dagar, eins og embætti landlæknis mælist til, t.d. með því að fela einkaaðilum framkvæmd slíkra aðgerða í auknum mæli.

Hildur Sverrisdóttir.
Hildur Sverrisdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Willum svaraði þessu játandi og sagðist hafa lagt talsverða vinnu í að finna slíka lausn. „Ég skal viðurkenna það hér, að ég hélt að þetta yrði einfaldara mál en raun ber vitni. Þarna endurspeglast ekki síst mönnunarvandi í heilbrigðisþjónustu,“ sagði hjann. „Ef mig myndi bresta þolinmæði, hefði samband við Sjúkratryggingar og fæli þeim að semja t.d. við Klínikina um liðskiptaaðgerðir er auðvitað hætta á að það færi mannskapur með.“

Nokkrir þingmenn blönduðu sér í umræðuna og lýstu því allir yfir að óviðunandi væri að þúsundir einstaklinga þyrftu að bíða lengi eftir þessum aðgerðum. Skoða þyrfti önnur þjónustuform, auka valmöguleika og búa til samkeppni. Og þeir gagnrýndu einnig að aðgerðirnar væru sagðar vera valkvæðar. „Er það val að fá bót meina sinna þegar einstaklingur kemst ekki fram úr rúminu?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »