Borga fólki fyrir að flokka

Þeir sem ekki flokka þurfa að borga meira.
Þeir sem ekki flokka þurfa að borga meira. mbl.is/Golli

Endurvinnslufyrirtækið Pure North hefur samið við tvö sveitarfélög um tilraunaverkefni til þriggja ára um flokkun og skil á endurvinnanlegum úrgangi. Fleiri sveitarfélög hafa sýnt verkefninu áhuga en það gengur út á að íbúar flokki sjálfir úrganginn, skili á móttökustöð fyrirtækisins og fái greitt fyrir. Þar með myndist viðlíka hvati og gefist hefur vel við skil á drykkjarumbúðum.

„Hugmyndin er að fyrstu fimm móttökustöðvarnar verði reistar í september og við erum þegar byrjuð að huga að næstu fimm stöðvum,“ segir Sigurður Halldórsson, forstjóri fyrirtækisins.

„Kerfið í dag er þannig að það kostar þig lítið að vera sóði. Með þessu móti fær fólk umbun fyrir að flokka eftir kúnstarinnar reglum. Þeir sem ekki gera það þurfa að borga meira,“ segir forstjórinn. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »