Allt að 15 stiga hiti

Það verður sólríkt í höfuðborginni um helgina.
Það verður sólríkt í höfuðborginni um helgina. mbl.is/Sigurður Bogi

Spár gera ráð fyrir hægri austlægri átt í dag. Skýjað verður með köflumog skúrir í flestum landshlutum, einkum síðdegis, en samfelldari rigning á suðaustanverðu landinu. Hiti 7 til 15 stig, svalast á Austfjörðum.

Á morgun snýst í norðanátt, 5-13 m/s, hvassast vestantil.

Súld eða rigning norðan- og austanlands. Þurrt á Suðvesturlandi en skúrir sunnanlands síðdegis. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðurlandi.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is