Viðrar vel til útivistar á suðvesturhorninu

Hiti á suðurhluta landsins verður allt að 16 stig í …
Hiti á suðurhluta landsins verður allt að 16 stig í dag. mbl.is/Eggert

Víðáttumikil lægð færir mjakast austur fyrir land í dag og gegnur því í norðan 5-13 m/s með morgninum, hvassast vestantil. Norðanáttinni fylgir rigning eða súld og víða þoka á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum, en sunnan- og suðvestanlands léttir til er líður á daginn.

Þetta kemur fram í hugleðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Hlýtt verður í veðri sunnantil, hiti að 16 stigum, en að sama skapi kólnar á norðanverðu landinu en þar verður hiti víða á bilinu 5 til 10 stig.

Á morgun verður svipað veður og því gott veðurútlit til útivistar á suðvesturhorni landsins um helgina.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is