Fífldjarfur flótti undan lögreglu

Tilkynnt hafði verið um árekstur og afstungu í Hafnafirði á …
Tilkynnt hafði verið um árekstur og afstungu í Hafnafirði á tólfta tímanum, en ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvunarakstur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ökumaður ók bifreið sinni gegn rauðu ljósi, rásaði milli akreina og ók á öfugum vegarhelming, í tilraun til að stinga lögreglumenn af.

Tilkynnt hafði verið um árekstur og afstungu í Hafnafirði á tólfta tímanum, en ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvunarakstur. 

Lögregla staðsetti bifreiðina og gaf ökumanninum merki um að stöðva. Viðkomandi sinnti ekki stöðvunarmerkjum og við það hófst eftirför. 

Vistaður í fangaklefa

Þegar ökumaðurinn stöðvaði loks bifreiðina var hann handtekinn, færður í sýnatöku og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. 

Bifreiðin sem ekið var á í upphafi var dregin af vettvangi með dráttarbíl. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

mbl.is