Áhyggjur af umræðunni

Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Félag sjúkrahúslækna lýsir yfir áhyggjum vegna opinberrar umfjöllunar um einstaka atvik í heilbrigðismálum „og mikillar dómhörku á samfélagsmiðlum í kjölfarið í umræðu um slík mál“.

Aðalfundur félagsins var haldinn í síðustu viku í Kópavogi. Félagið er eitt fjögurra aðildarfélaga Læknafélags Íslands og eru félagar þess um 450 læknar sem starfa á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum.

„Heilbrigðisstarfsmenn eru bundnir þagnarskyldu og geta því ekki tjáð sig eða varið opinberlega. Öll umræða í kjölfar atvika verður því óneitanlega mjög einhliða þar sem annar aðili málsins má ekki tjá sína hlið málsins,“ segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum.

Þar segir einnig að þó sé eðlileg heilbrigð gagnrýni alltaf réttmæt og að fagna beri tillögum til úrbóta.

„Á sama tíma eru hins vegar dæmi um rangar fullyrðingar og ásakanir, en engin leið fyrir viðkomandi lækni að stíga fram til að leiðrétta rangan málflutning eða verja nafn sitt.“

Er biðlað til fjölmiðla að taka tillit til takmarkana heilbrigðisstarfsmanna til að svara fyrir sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert