Hiti gæti náð 20 stigum um helgina

Hnjúkaþeyr veldur því nú sem áður að hlýrra er fyrir …
Hnjúkaþeyr veldur því nú sem áður að hlýrra er fyrir norðan en á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Góðu veðri er spáð um helgina á landinu öllu og búast má við að hiti fari víða yfir 15 gráður á sunnudag. Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir nokkurri stillu og miklum hita báða dagana en þó verður skýjað mestan part laugardags.

Hlýjast verður á norðausturlandi og er spáð 19 gráðum á Akureyri á sunnudag og fram á mánudag. Þá er mögulegt að hiti fari upp í 20 stig á vissum svæðum, að sögn veðurfræðings.

Búast má við 15 stigum í borginni.
Búast má við 15 stigum í borginni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það gæti alveg orðið fínt við Eyjafjarðasvæðið og í Skagafirði líka, jafnvel Mývatni. Það er víða góð spá,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Hnjúkaþeyr veldur því nú sem áður að hlýrra er fyrir norðan en á höfuðborgarsvæðinu.

„Hafgolan er fljót að kippa hitanum niður hérna á höfuðborgarsvæðinu. En það gæti alveg farið upp í 15 stig á laugardag og sunnudag.“

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is