Einn heppinn vann 34 milljónir

Einn heppinn miðaeigandi vann rúmar 35 milljónir í Lottó í kvöld en miðinn var seldur á lotto.is. Hann var sá eini með allar réttar tölur kvöldsins.

Fjórir heppnir fengu 151.710 kr. hver í sinn hlut fyrir fjórar réttar tölur plús bónustölu. Þrír miðarnir voru seldir á lotto.is og einn í Lottó-appinu.

Enginn fékk fyrsta vinning í Jóker en fjórir voru með fjórar réttar jókertölur í réttri röð og fengu því 100.000 hver í sinn hlut.

Tveir miðar voru í áskrift, einn keyptur í Ísseli, Smáratorgi í Kópavogi, og einn í Lottó-appinu.

Vinningstölur kvöldsins: 7 18 19 37 39

Bónustala: 13

Jókertölur: 3 2 5 3 7

mbl.is