Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu

Báðarbunga séð úr þyrlu Gæslunnar.
Báðarbunga séð úr þyrlu Gæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti að stærðinni 4,4 varð 2,5 kílómetra suðsuðaustan af Bárðarbungu klukkan sex mínútur yfir átta í morgun. 

Jarðskjálftinn varð á 9,8 kílómetra dýpi.

Enginn órói

„Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið en enginn órói hefur mælst. Skjálftar sem þessir þekkjast vel í Bárðarbungu en tveir aðrir hafa mælist yfir 4 að stærð á þessu ári.

Sá stærsti var 4.75 að stærð og mældist hann þann 22.febrúar 2022, norðan öskjunnar. Hinn mældist þann 25.mars og var hann 4,1 að stærð en hann varð suðvestan megin í öskjunni,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu. 

Annar jarðskjálfti varð á svipuðum slóðum einni mínútu fyrr; 2,8 kílómetrum suðsuðaustan af Bárðarbungu. Hann var 2,7 að stærð.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is