Svalara þar sem þokuloftið nær sér á strik

Þoka á Mosfellsheiði.
Þoka á Mosfellsheiði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Suðaustan golu eða kalda spáir í dag og skýjað með köflum suðvestantil á landinu, annars hægri breytileg átt eða hafgolu og víða léttskýjað er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. 

Hiti 9 til 17 stig að deginum. „Áfram fremur hægur vindur á morgun og víða bjart, en skýjað með köflum vestast á landinu, og allvíða líkur á þokulofti við ströndina. Það verður milt í veðri, hiti víða 10 til 20 stig, en þó svalara þar sem þokuloftið nær sér á strik.“

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is