Vakti tvo af ölvunarsvefni

Lögreglan hafði í nógu að snúast í morgun.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. Tvisvar var tilkynnt um aðila sem sváfu ölvunarsvefni, einn í miðbæ Reykjavíkur en annan í hverfi 108. Voru þeir báðir vaktir af lögreglu og gengu þá sína leið.

Þá mætti lögregla í verslun í hverfi 108 þar sem tilkynnt hafði verið um æstan aðila í annarlegu ástandi en eftir samtal við lögreglu fór hann sína leið. 

Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun í miðbænum og sá er átti í hlut fluttur á lögreglustöð. Var hann látinn laus að skýrslutöku lokinni. 

Tilkynnt var um eignaspjöll á bifreið í miðbænum og er málið í rannsókn en lögreglu er kunnugt um hver þar í hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert