Miklar skemmdir á ökutæki sem keyrði á á

Kind og lömb í Kjósinni.
Kind og lömb í Kjósinni. Árni Sæberg

Miklar skemmdir urðu á ökutæki sem keyrði á á með tveimur lömbum á hringveginum í Fjarðabyggð nýlega. 

Fram kemur á facebook-síðu lögreglunnar á Austurlandi að í tveimur tilvikum hafi verið keyrt á búfé í umdæminu. 

Búfé illa að sér í umferðarlögum

Í hinu tilvikinu var keyrt á lamb. Hvetur lögreglan á Austurlandi ökumenn til að sýna aðgát vegna þessa „nú þegar búfé er á ferð við þjóðvegi landsins, illa að sér í þeim reglum er um umferð gilda.

mbl.is