Ellefu nýir veitingastaðir og verslanir bætast við

Ellefu nýir veitingastaðir og verslanir bætast við þau tólf fyrirtæki sem rekin eru á Hafnartorgi. 

Hafnartorgssvæðið stækkar umtalsvert í sumar en á næstu vikum opnar nýr áfangastaður með verslunum og veitingastöðum við gömlu höfnina í Reykjavík. 

Í tilkynningu frá Regin fasteignafélagi kemur fram að svæðið verði kallað Hafnartorg Gallery. 

Í Hafnartorgi Gallery verða því alls 11 nýir veitingastaðir og verslanir, sem bætast við þá 12 rekstaraðila sem þegar má finna í eldri hluta Hafnartorgs. Áður en langt um líður er gert ráð fyrir að fjöldi fyrirtækja á svæðinu verði um 30 talsins.

Opnun Hafnartorgs Gallery markar tímamót í borginni því nú er að ljúka rúmlega áratugs-langri uppbyggingu á svæðinu milli Lækjartorgs og Hörpu þar sem ný íbúabyggð, atvinnustarfsemi, almenningsrými, verslun og þjónusta auk ráðstefnuhalds og menningarinnar í Hörpu bætast við miðborgina. Uppbyggingu á svæðinu lýkur síðar á þessu ári, þegar framkvæmdum við nýtt hús Landsbankans verður tilbúið,“ segir meðal annars í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert