Hagkvæmara að hækka laun kvenna en karla

Sjúkraliðar að störfum á Grensásdeild Landspítalans.
Sjúkraliðar að störfum á Grensásdeild Landspítalans. mbl.is/Golli

Launamunur milli kynja vegna kynskipts vinnumarkaðar kostar samfélagið gríðarlegar fjárhæðir, að því sem fram kemur í ályktun frá Sjúkraliðafélagi Íslands. 

Sá kostnaður liggur ekki einungis hjá konum, þar sem nýjar rannsóknir sýna að launamunur og ójafnrétti á vinnumarkaðinum dragi bæði úr framleiðni og úr vexti.“

Þá bendir félagið á að niðurstöður rannsóknar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bendi til þess að afleiddur kostnaður sé enn meiri en áður var talið. 

Framleiðni aukist ef launamunur minnkar

Mikil þátttaka kvenna á íslenskum vinnumarkaði er ein af helstu ástæðum þess að Ísland raðar sér á topp þeirra ríkja sem mestar tekjur hafa.“

Telur félagið að atvinnuþátttaka kvenna sé mikilvægur grundvöllur verðmætasköpunar í samfélaginu og til þess fallin að auka framleiðni. 

Rannsóknir hafa sýnt að með því að minnka launamun kynjanna um tíu prósent getur framleiðni vinnuafls aukist um þrjú prósent.“

„Hrópandi óréttlæti“

Þá sýni nýleg rannsókn frá Harvard háskóla að launahækkun til kvenna geti aukið framleiðni meira en launahækkun til karla.

Störf sem eru að stærstum hluta unnin af konum eru iðulega lægra launuð en störf unninn af körlum. Það er ekki einungis hrópandi óréttlæti heldur er það einnig efnahagslega óhagkvæmt.

Sjúkraliðafélag Íslands krefst þess að laun starfsstétta þar sem konur eru í meirihluta verði hækkuð sérstaklega í næstu kjarasamningum. Slíkt sé bæði hagkvæmt og skynsamlegt.

Sjúkraliðar á baráttufundi fyrir nokkrum árum.
Sjúkraliðar á baráttufundi fyrir nokkrum árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert