Sjóveikur forseti skilaði kjötsúpunni

Forsetinn ávarpar athöfn um borð í Óðni.
Forsetinn ávarpar athöfn um borð í Óðni. Ljósmynd/Forseti Íslands

Forseti Íslands hefur farið um víðan völl í dag og í gær og tekið þátt í ýmsum dagskrárliðum í tilefni sjómannadagsins. Þær hafa gengið mis vel en ansi skrautlegt atvik átti sér stað þegar forsetinn sigldi með safnskipinu Óðni úr Reykjavíkurhöfn eldsnemma í gærmorgun til að fylgjast með sigæfingu Landhelgisgæslunnar. 

Úti á dekki var maður hress og fær í flestan sjó. Neðan þilja syrti hins vegar í álinn þegar leið á siglinguna. Sjóveiki gerði vart við sig og þegar ég ætlaði að njóta indælis kjötsúpu sem borin var á borð fór á annan veg en ætlað var. Yfir vaski þurfti munnfylli af góðgætinu að fara sömu leið út og hún fór inn,“ skrifar Guðni th. Jóhannesson forseti þegar hann lýsir atvikinu í færslu á Facebook.

Hann var þó ekki lengi að jafna sig á atvikinu en eftir vænan sopa af gosi og ferskt loft tók hann gleði sína á ný, að því er fram kemur í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert