Rammaáætlun III samþykkt

Bjarni Jónsson greiddi Rammaáætlun ekki sitt atkvæði.
Bjarni Jónsson greiddi Rammaáætlun ekki sitt atkvæði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlun um vernd og orkunýtingu, oftast kölluð rammaáætlun, var samþykkt í atkvæðagreiðslu á Alþingi rétt í þessu. 

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn afgreiðslu rammans. Hann hefur áður mótmælt því að jökulárnar í Skagafirði yrðu settar í biðflokk, sem áður voru í verndarflokki. Aðrir þingmenn Vinstri grænna samþykktu áætlunina.

Auk Bjarna greiddu þingmenn Pírata allir atkvæði gegn afgreiðslu áætlunarinnar. Allir viðstaddir þingmenn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks greiddu atkvæði með afgreiðslunni en þingmenn Viðreisnar og Flokks fólksins og Samfylkingar sátu hjá.

Í rammaáætluninni, sem er sú þriðja sem samþykkt er hér á landi, er gert ráð fyrir að fjórir kostir verði færðir úr verndarflokki í biðflokk auk þess sem lagt er til að beðið verði með friðlýsingu verndarsvæða í Skjálfandafljóti.

Er þetta í fjórða skipti sem rammaáætlun þrjú er lögð fram fyrir Alþingi. 

Þrír virkjunarkostir voru færðir úr nýtingaflokki í biðflokk; Skrokkölduvirkjun og Holta- og Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert