Inga með Covid í þriðja skiptið

Inga Auðbjörg K. Straumland
Inga Auðbjörg K. Straumland Ljósmynd/Aðsend

Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland er komin með Covid-19 í þriðja skiptið, en hún smitaðist síðast í febrúar. 

Hún greindi frá þessu á twitter í dag og kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með takmörkuð viðbrögð sóttvarnayfirvalda. 

„Ég hefði verið til í að fá allavega símtal, medalíu eða blómvönd jafnvel,“ segir hún í samtali við mbl.is og hlær við. 

Vildi staðfesta á að hún væri ekki með veiruna

Ingu hafði ekki dottið í hug að hún gæti verið með Covid-19, en ákvað að taka próf vegna þess að hún er í reglulegum samskiptum við einstaklinga í áhættuhóp. Hún vildi hafa staðfestingu fyrir því gagnvart sér og öðrum að hún væri ekki með Covid, en það gekk ekki sem skildi. 

Engar takmarkanir eru nú í gildi gagnvart þeim sem smitaðir eru af Covid, en sóttvarnayfirvöld hafa þó gefið út tilmæli þess efnis að fólk haldi sig til hlés í einskonar einangrun meðan það finnur fyrir einkennum. 

Inga finnur fyrir kvefeinkennum og er hennar upplifun svipuð því þegar hún veiktist af Covid-19 í annað skiptið. Í fyrsta skiptið var hún ekki bólusett og því voru þau veikindi talsvert meira íþyngjandi. 

Hún hefur ákveðið að fara að tilmælum sóttvarnalæknis. „Ég drepst þá bara úr FOMO á meðan.“ mbl.is

Bloggað um fréttina