„Hann er með áverka á höfði og andliti“

Tveir eru slasaðir eftir að skútur þriggja keppenda rákust saman.
Tveir eru slasaðir eftir að skútur þriggja keppenda rákust saman.

Ingvar Björnsson, formaður Siglingaklúbbs Austurlands, segir í samtali við mbl.is að skipið Bessi sé með skútuna sem fékk á sig högg í togi og dregur það til landsins.

Við höggið slösuðust tveir skipverjar og er annar þeirra að sögn Ingvars mikið slasaður. „Hann er með áverka á höfði og andliti,“ segir hann.

Fyrst á dagskrá er að koma þeim slösuðu í aðhlynningu. „Þeir eru á leiðinni með drætti, en þeir byrja á að fara í Breiðdalsvík með þann slasað. Þeir voru tveir slasaðir og það er sjúkrabíll sem bíður eftir þeim í landi“.

Það var ekki komin niðurstaða á því hvert farið yrði með bátinn,“ segir hann en skútan ristir djúpt og er því ekki hægt að koma honum í skjól við höfn.

Önnur skúta sem þarfnast aðstoðar

Önnur skúta þarfnast aðstoðar þar sem hún er með laskað stýri. Skútan er 70 sjómílur frá landi og verður ráðist í aðgerðir í tengslum við hana um leið og færi gefst.

Sambandið sem heldur utan um keppnina hefur sent tæknimenn til Íslands svo að unnt sé að gera við skúturnar.

„Það eru að koma tæknimenn að utan sem fara í að lagfæra báðar skúturnar,“ segir hann.

mbl.is