„Við spilum fyrir friði í Úkraínu“

Kammersveitin Kyiv Soloists hefur leikið víða um Evrópu frá því …
Kammersveitin Kyiv Soloists hefur leikið víða um Evrópu frá því Rússar réðust inn í Úkraínu, í þágu friðar. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er mjög mikilvægt, að úkraínskt tónlistarfólk leiki í Hörpu,“ segir Selvadore Rähni, skipuleggjandi styrktartónleika úraínsku kammersveitarinnar Kyiv Soloists í Hörpu, og vísar með því til ástandsins í Úkraínu. Hljómsveitin var á tónleikaferðalagi á Ítalíu þegar Rússar réðust inn í Úkraínu og hefur hún ekki snúið heima en haft nóg að gera við að leika á styrktartónleikum í Evrópu. „Við spilum fyrir friði í Úkraníu,“ segir tónlistarfólkið í tilkynningu.

Selvadore er klarinettuleikari, skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur og listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Miðnætursól sem árlega er haldin í Bolungarvík. Selvadore bauð úkraínskri hljómsveit á hátíðina 2019 og var ánægja með framlag hennar, að sögn Tuuli Rähni, tónlistarkennara og organista við Ísafjarðarkirkju, eiginkonu Selvadore. Áformað var að bjóða Kyiv Soloists á tónlistarhátíðina 2020 en fella þurfti niður hátíðina í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar svo kom að því að halda Miðnætursól í ár var stríð brostið á í Úkraínu.

Fengur að hljómsveitinni

Kyiv Soloists er ein fremsta kammersveit Úkraínu og hefur farið með sigur af hólmi í úkraínskum og alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Segir Selvadore að fengur sé að því að fá hana til tónleikahalds hér á landi.

Hljómsveitin fór í tónleikaferðalag til Ítalíu 23. febrúar. Þegar tónlistarfólkið vaknaði á Ítalíu morguninn eftir höfðu Rússar ráðist inn í Úkraínu. Það hefur ekki snúið heim aftur enda boðist að koma víða fram í Evrópu til stuðnings Úkraínu.

Kyiv Soloists halda tvenna tónleika ásamt gestaleikurum frá Íslandi í ferðinni hingað. Fyrri tónleikarnir voru í íþróttahúsinu í Bolungarvík síðastliðið fimmtudagskvöld. Tókust tónleikarnir vel og voru vel sóttir, að sögn gests.

Síðari tónleikarnir verða í Eldborgarsal Hörpu næstkomandi þriðjudag, klukkan 19.30.

Miðasala á tónleikana fer fram á harpa.is. Tónleikarnir eru styrktartónleikar fyrir Úkraínu, eins og fyrr segir, og má greiða frjáls framlög inn á reikning 0174-05-401129, kennitala 650269-2339.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »