Tveir fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Fjallabaksleið.
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Fjallabaksleið.

Tveir voru fluttir á sjúkrahús í dag eftir umferðarslys er varð á Fjallabaksleið nyrðri í grennd við Ljótapoll, upp úr klukkan 12. 

Hinir slösuðu voru komnir í sjúkrabíl rétt fyrir klukkan 14.00 en björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að flytja fólkið til móts við bílinn.

Var fólkið flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar, að sögn Davíðs Már Bjarnasonar. Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan fólksins að svo stöddu.

Sjúkrabílar, lögregla og björgunarsveitir á hálendisvakt í Landmannalaugum komu á vettvang, ásamt björgunarsveitarfólki á Suðurlandi, þegar slysið bar að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert