332 einstaklingar greindust með Covid-19 innanlands í gær. Nýgengi innanlandssmita eru nú 1.277, en hér er átt við uppsafnaðan fjölda smita síðastliðna 14 daga á hvern íbúa.
Á sunnudag greindust 152 smit, á laugardag 199 og á föstudag reyndust smitin 350 talsins. Þannig hafa samanlagt 1.033 smit verið staðfest frá því að síðustu tölur birtust fyrir helgi.
Á sjúkrahúsi liggja 32 með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölfræðiupplýsingum sem birtar eru á covid.is þriðjudaga og föstudaga.
59,5 prósent jákvæðra sýna eru vegna Ómíkron BA.5 afbrigðisins. Einungis 3,6 prósent eru vegna Ómíkron BA.4, en 36,9 prósent vegna Ómíkron BA.2. Þannig má sjá að BA.5 er að sækja í sig veðrið á kostnað BA.2 afbrigðisins sem hefur verið ríkjandi undanfarnar vikur.