Sveigjanleg starfslok fagnaðarefni

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við fögnum þeirri grundvallarhugsun að gera starfslok lækna sveigjanlegri,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Sem kunnugt er boðar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra nú að breyta lögum á þann veg að hámarksaldur fólks, sem starfar í heilbrigðisþjónustu hjá hinu opinbera, svo sem á sjúkrahúsum og heilsugæslu, verði 75 ár.

„Tillagan mætti vera betur undirbúin, því með öllu er óljóst hver kjör lækna eigi að vera, kjósi þeir að starfa áfram á aldrinum 70-75 ára,“ segir Steinunn. Af hálfu Læknafélags Íslands segir hún þá kröfu skýlausa að læknar á þessum aldri njóti að öllu leyti sömu kjara og þeir sem yngri eru. Ekki sé þó ljóst í tillögu ráðherrans, hvort slíkt sé tryggt.

„Eins vek ég athygli á því orðalagi að vandinn í sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu tengist mest mönnun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Læknafélagið vill undirstrika að vandinn felst ekki síður í mikilli manneklu meðal lækna og mikilvægt er að ekki sé horft fram hjá þeirri staðreynd í opinberri umræðu,“ segir Steinunn Þórðardóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert