Snarpur jarðskjálfti

Ferðamenn við Fagradalsfjall.
Ferðamenn við Fagradalsfjall. mbl.is/Sigurður Unnar

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 11:23. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var hann 3,3 stig. Vel á þriðja þúsund skjálftar hafa orðið frá því jarðskjálftahrina hófst norðaustan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga um hádegi í gær. 

Sautján skjálftar stærri en 3 stig hafa orðið á svæðinu frá miðnætti í nótt. Sá öflugasti var 4,2 stig og varð hann klukkan 4:06 í nótt.

Frétt hefur verið uppfærð

 

mbl.is

Bloggað um fréttina