Næstkröftugasti skjálftinn til þessa

Keilir á Reykjanesskaga. Skjálftinn átti upptök sín suðvestur af fjallinu.
Keilir á Reykjanesskaga. Skjálftinn átti upptök sín suðvestur af fjallinu. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Kröftugur jarðskjálfti varð á suðvesturhorninu kl. 06.27.

Samkvæmt mælingum veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð og þar með sá kröftugasti í hrinunni til þessa, á eftir þeim sem varð um klukkan sex síðdegis í gær, og mældist 5,4.

Skjálftinn fannst vel og lengi á höfuðborgarsvæðinu og átti upptök sín um hálfan kílómra vestur af Litla Hrút, á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Hann mældist á 3,8 km dýpi.

Þrír skjálftar mældust í nótt yfir 4 að stærð, sem eru jafnmargir og höfðu mælst frá upphafi hrinunnar áður en stóri skjálftinn varð í gær. 

Auk þess hafa 9 skjálftar mælst stærri en 3 frá miðnætti en stöðug skjálftavirkni hefur verið í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert