Forsætisráðherra fundar með Víði

Ljósmynd/Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna funduðu í samhæfingarmiðstöð almannavarna fyrr í dag.

Í færslu Katrínar á Facebook kemur fram að verið sé að vakta mannaferðir og gasmengun, og að allir ferlar hafi virkað sem skyldi.

Á dögum eins og þessum er dýrmætt að finna hvernig allir okkar viðbragðsaðilar á ólíkum stöðum vinna saman sem einn hugur. Eldgosið sem hófst í dag kom sem betur fer upp fjarri byggð. Verið er að vakta bæði mannaferðir og gasmengun og allir ferlar hafa virkað sem skyldi,“ skrifar ráðherrann í færslunni.

mbl.is