Loka veginum upp í Meradali

Frá vettvangi. Blaðamaður og ljósmyndari mbl.is eru á staðnum.
Frá vettvangi. Blaðamaður og ljósmyndari mbl.is eru á staðnum. mbl.is/Tómas Arnar

Björgunarsveitir á Reykjanesi hafa verið kallaðar út vegna eldgossins sem er nú hafið á Reykjanesskaga. 

Bogi Adolfsson, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Þor­bjarn­ar í Grinda­vík, segir að byrjað verði á því að loka veginum upp í Meradali sem er gamall moldarvegur. 

Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík.
Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Hann segist gera ráð fyrir því að einhverjir muni gera tilraun til að komast í nálægð við gosstöðvarnar til að berja þær augum.

Hann mælir þó gegn því til að byrja með enda fylgir eldgosinu mikið gas. Skynsamara væri að bíða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert