Hraunjaðarinn „svo gott sem kominn yfir Meradali“

Virkur hraunjaðar frá gosstöðvunum er að verða kominn að haftinu …
Virkur hraunjaðar frá gosstöðvunum er að verða kominn að haftinu í eystri Meradölum. Ljósmynd/Aðsend

Virkur hraunjaðar frá gosstöðvunum er að verða kominn að haftinu í eystri Meradölum. Væntanlega kemur hann til með að þykkna þegar að haftinu kemur, en það er 7 metra hátt.

„Hann er svo gott sem kominn yfir Meradali. Það er haft þarna sem að stendur sjö metra yfir gamla hrauninu, þannig að nýja hraunið er komið að þessu,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is.

Aðspurður kemur þetta honum ekki á óvart. „Hraunið býr til farveg, þ.e. stokk, sem það rennur eftir. Þegar það er búið að búa til svona stokk þá tekur það enga stund að flytja mikið magn af hrauni í virku hraunjaðranna og þá vaxa þeir þeim mun hraðar og svo lengist stokkurinn alltaf.“

Þorvaldur segir eldgosið vera á góðu dampi. „Það hefur verið nokkuð jafnt flæði og virkni í þessu síðan í gærkvöldi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert