Vesturlandsvegur helmingaður annað kvöld

Starfsmenn Colas setja malbik í holur.
Starfsmenn Colas setja malbik í holur. mbl.is/Hari

Malbikunarstöðin Colas Ísland stefnir á að malbika báðar akreinar á Vesturlandsvegi við Hvalfjarðarveg á Kjalarnesi á morgun. Vegagerðin hefur gefið heimild til verksins ef veður leyfir en þetta kemur fram í tilkynningu.

Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt framhjá framkvæmdasvæði. Viðeigandi merkingar verða settar upp en áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til 02:00.

Beðið um að virða merkingar

Þá eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin í ljósi þess að þau eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

mbl.is
Loka