Stuðningssamtök Úkraínu heiðursgestur Menningarnætur

Kristófer, Valería og María eru fulltrúar Support for Ukraine Iceland.
Kristófer, Valería og María eru fulltrúar Support for Ukraine Iceland. mbl.is/Karlotta Líf

Samtökin Support for Ukraine Iceland eru heiðursgestur Menningarnætur í ár. Kristófer, Valería og María, fulltrúar samtakanna, hafa skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðsludagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur.

„Við viljum sýna úkraínska menningu og úkraínska tónlist. Ég vil ekki segja of mikið en ég segi bara verið hjartanlega velkomin, þetta verður alveg yndislegt og mikið fjör,“ segir Kristófer.

Þau segjast vera afar þakklát fyrir að vera sérstakir gestir hátíðarinnar, en viðburðurinn verður á laugardaginn frá klukkan 13 til 17.30.

Sýna úkraínska heimildarmynd

Þá verður sýnd heimildarmynd sem var gerð skömmu eftir að stríðið hófst í Úkraínu. Hún er eftir úkraínskan leikstjóra og verður sýnd með enskum texta, að sögn Valeríu sem er nýútskrifuð frá Kvikmyndaskóla Íslands.

María er bakari og mun hún baka tíu metra langa tertu fyrir viðburðinn.

Þau hvetja fólk til að mæta á viðburðinn og styðja Úkraínu. „Þetta er tækifæri fyrir okkur og íslenskt samfélag. Við erum fólkið sem elskar friðinn og vonum að stríðið muni klárast,“ segir Kristófer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert