Vígðu nýjan útsýnispall

Í björtu veðri er frábært útsýni til Gunnólfsvíkurfjallsins sem þar …
Í björtu veðri er frábært útsýni til Gunnólfsvíkurfjallsins sem þar rís bratt úr sjó. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir

Nýr útsýnispallur á Hafnartanganum á Bakkafirði var formlega vígður í gær eftir íbúafund í þorpinu. Íbúafundurinn var haldinn í skólahúsinu af verkefnastjórn verkefnisins Betri Bakkafjörður sem er eitt verkefna Brothættra byggða á vegum Byggðastofnunar.

Fyrirtækið Garðvík í samvinnu við Faglausn sá um hönnun og smíði útsýnispallsins.

Í björtu veðri er frábært útsýni til Gunnólfsvíkurfjallsins sem þar rís bratt úr sjó. Fundurinn var vel sóttur af íbúum Bakkafjarðar og nágrennis – líklega á fjórða tug manna – en íbúar á Bakkafirði eru einungis um sextíu.

Fjallað var um búsetugæði á Bakkafirði ásamt kynningum á verkefnunum sem hlotið hafa styrki vegna Betri Bakkafjarðar en útsýnispallurinn var einmitt eitt þeirra.

Um er að ræða fyrsta áfanga verkefnisins Hafnartanginn á Bakkafirði – áningarstaður við ysta haf. Sérstaklega er gætt að góðu aðgengi fyrir fatlaða á pallinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert